Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 24. september 2016 15:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Liverpool á góðu róli - Aguero setti tvö gegn Swansea
Það gengur vel hjá Liverpool
Það gengur vel hjá Liverpool
Mynd: Getty Images
Aguero var með tvö mörk í dag
Aguero var með tvö mörk í dag
Mynd: Getty Images
Sex mjög svo skemmtilegum leikjum var fyrir stuttu að ljúka í ensku úrvalsdeildinni. Það er alltaf nóg að gera á þessum tíma í ensku úrvalsdeildinni, en dagurinn í dag var ekkert öðruvísi hvað það varðar.

Liverpool er á miklu róli, en þeir mættu Hull City í sjónvarpsleiknum í dag. Úrslitin voru eiginlega aldrei spurning í þessum leik, en Liverpool leiddi 3-0 í hálfleik með mörkum frá Adam Lallana, James Milner og Sadio Mane. Hull náði að minnka muninn í upphafi seinni hálfleiks, en Philippe Coutinho og James Milner svöruðu með tveimur mörkum fyrir Liverpool og lokatölur 5-1 á Anfield í dag. Liverpool spilaði einum fleiri frá 29. mínútu, en þá fékk Ahmed El-Mohamamdy rauða spjaldið.

Það er ekkert sem stöðvar Manchester City og Swansea reyndist ekkert sérstaklega mikil fyrirstaða í dag. Sergio Aguero kom City-mönnum yfir á níundum mínútu, en Fernando Llorente jafnaði stuttu síðar Aguero og Raheem Sterling sáu þó til þess að City tók öll þrjú stigin með mörkum í seinni hálfleik. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn hjá Swansea.

Everton tapaði sínum fyrsta leik á þessu leiktímabili á útivelli gegn Bournemouth og Son Heung-Min er í miklu stuði þessa daganna hjá Tottenham, en hann sæti bæði mörkin er liðið hafði betur gegn Middlesbrough á útivelli.

Hún var ótrúleg endurkoman hjá Crystal Palace gegn Sunderland. Jermain Defoe kom Sunderland í 2-0, en leikmenn Palace gáfust ekki upp, komu til baka og unnu leikinn. Sunderland hefur ekki enn unnið leik á þessu tímabili og sömu sögu má segja af Stoke sem náði þó stigi gegn West Brom.

Liverpool 5 - 1 Hull City
1-0 Adam Lallana ('17 )
2-0 James Milner ('30 , víti )
3-0 Sadio Mane ('36 )
3-1 David Meyler ('51 )
4-1 Philippe Coutinho ('52 )
5-1 James Milner ('71 , víti )
Rautt spjald: Ahmed El-Mohamamdy, Hull City ('29 )

Bournemouth 1 - 0 Everton
1-0 Junior Stanislas ('23 )

Middlesbrough 1 - 2 Tottenham
0-1 Son Heung-Min ('7 )
0-2 Son Heung-Min ('23 )
1-2 Ben Gibson ('65 )

Stoke City 1 - 1 West Brom
1-0 Joe Allen ('73 )
1-1 Salomon Rondon ('90 )

Sunderland 2 - 3 Crystal Palace
1-0 Jermain Defoe ('39 )
2-0 Jermain Defoe ('60 )
2-1 Joe Ledley ('62 )
2-2 James McArthur ('76 )
2-3 Christian Benteke ('90 )

Swansea 1 - 3 Manchester City
0-1 Sergio Aguero ('9 )
1-1 Fernando Llorente ('13 )
1-2 Sergio Aguero ('65 , víti)
1-3 Raheem Sterling ('77 )
Athugasemdir
banner
banner