Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 24. nóvember 2014 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Cruzeiro brasilískur meistari í fjórða sinn
Leikmenn Cruzeiro fagna og bjuggu til hálfgert sundlaugarpartý
Leikmenn Cruzeiro fagna og bjuggu til hálfgert sundlaugarpartý
Mynd: Getty Images
Cruzeiro varð í gær brasilískur meistari í fjórða sinn eftir að liðið lagði Goias að velli með tveimur mörkum gegn einu. Cruzeiro tókst að verja titilinn en tvær umferðir eru eftir af deildinni.

Cruzeiro var með sjö stiga forskot fyrir leikinn gegn Goias og vissu því leikmenn að sigur myndi færa þeim titilinn.

Ricardo Goulat skoraði fyrsta mark leiksins áður en Samuel jafnaði metin. Everton Ribeiro tryggði hinsvegar Cruzeiro sigurinn og fjórði titillinn í höfn.

Lykilmenn í liðinu eru menn á borð við Julio Baptista, Ricardo Goulat, Dagoberto, Marcelo Moreno og Leo.

Moreno er 27 ára gamall landsliðsmaður Bólivíu en hann er markahæsti leikmaður liðsins með 20 mörk í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner