Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. nóvember 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Ólafur Darri spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Ólafur Darri Ólafsson.
Ólafur Darri Ólafsson.
Mynd: Getty Images
Skorar Harry Kane sex mörk um helgina?
Skorar Harry Kane sex mörk um helgina?
Mynd: Getty Images
Siggi Dúlla var með sex rétta þegar hann spáði í leikina á Englandi um síðustu helgi.

Leikarinn þekkti Ólafur Darri Ólafsson spáir í leikina að þessu sinni.

„Bara þannig að það sé á hreinu þá veit ég ekkert um fótbolta svo að þeir sem eru að leita sér að hjálp með Lengju seðilinn væru örugglega í góðum málum ef þeir færu gegn minni spá í öllum aðalatriðum," sagði Ólafur Darri þegar hann skilaði spá sinni.



West Ham 0 - 1 Leicester (20:00 í kvöld)
Hvað skal segja, ég vona að Lester (þannig er það víst borið fram) vinni þetta.

Crystal Palace 0 - 0 Stoke (15:00 á morgun)
Er ekki flestum sama hvernig þessi fer, (ja nema kannski þeim sem halda með liðunum, já og leikmönnunum… og þjálfurum og sjúkraliðum liðanna og fokkit) segjum bara jafntefli.

Man Utd 4 - 0 Brighton & Hove Albion (15:00 á morgun)
United étur þennan leik. 4 - 0?

Newcastle 0 - 1 Watford (15:00 á morgun)
Ég er eiginlega viss um að Watford tekur þennan leik 0-1.

Swansea 2 - 0 Bournemouth (15:00 á morgun)
Ég vil að liðið hans Gylfa (ok ég veit hann spilar ekki með þeim núna en hann hefur farið þangað tvisvar áður og fer líklega aftur svo ég held tryggð minni við liðið) vinni þennan leik.

Tottenham 7 - 0 WBA (15:00 á morgun)
Gísla Gotta vegna vona ég að þessi leikur fari 7-0 fyrir Totturum og að Harry Kane skori sexu.

Liverpool 2 - 0 Chelsea (17:30 á morgun)
Poolarar örugglega ennþá fúlir yfir Evrópuleiknum. Spíttbátarnir Salah og Mané taka Chelsea í kennslustund.

Southampton 0 - 2 Everton (13:30 á sunnudag)
Ég er að vona að Everton taki sig á í valkvíðanum og finni sér nýjan þjálfara. Einhvern sem passar vel upp á Gylfa okkar. Gylfi skorar núna, hann lagði upp í síðustu viku. Koma svo!

Burnley 1 - 0 Arsenal (14:00 á sunnudag)
Burnsley eru búnir að vera rosalegir og ég held að þeir taki þetta á heimavelli.

Hudderfield 0 - 3 Manchester City (16:00 á sunnudag)
City eru óstöðvandi. Þeir taka þennan leik.

Fyrri spámenn:
Gunnar Jarl Jónsson (6 réttir)
Haukur Páll Sigurðsson (6 réttir)
Lillý Rut Hlynsdóttir (6 réttir)
Siggi Dúlla (6 réttir)
Steindi Jr (6 réttir)
Gummi Ben (5 réttir)
Logi Bergmann (5 réttir)
Viðar Skjóldal - Enski (5 réttir)
Birkir Már Sævarsson (4 réttir)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (4 réttir)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (3 réttir)
Jón Ragnar Jónsson (1 réttur)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner