Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. apríl 2018 06:00
Elvar Geir Magnússon
Ásgeir Eyþórs framlengir við Fylki - Kemur í lok maí
Ásgeir Eyþórsson.
Ásgeir Eyþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Varnarmaðurinn Ásgeir Eyþórsson hefur skrifað undir samning við Fylki sem gildir út tímabilið 2020.

Ásgeir sem er fæddur 1993 er uppalinn hjá Fylki og hefur spilað 109 leiki í meistaraflokki og skorað í þeim sex mörk. Hann spilaði á sínum tíma með U-21 árs liði Íslands.

Ásgeir hefur verið í námi í Bandaríkjunum frá síðasta hausti en kemur heim í lok maí.

Fylkir komst upp úr Inkasso-deildinni í fyrra en liðinu er spáð 10. sæti í Pepsi-deildinni.

Liðið heimsækir Víking Reykjavík í fyrstu umferð en leikurinn verður klukkan 18 á laugardagskvöld.

föstudagur 27. apríl
20:00 Valur-KR (Valsvöllur)
20:00 Stjarnan-Keflavík (Samsung völlurinn)

laugardagur 28. apríl
14:00 Breiðablik-ÍBV (Kópavogsvöllur)
14:00 Grindavík-FH (Grindavíkurvöllur)
16:00 Fjölnir-KA (Egilshöll)
18:00 Víkingur R.-Fylkir (Víkingsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner