Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 25. apríl 2018 10:15
Magnús Már Einarsson
Palli Gísla: Mikil tilhlökkun og spenningur í Magnafólki
Páll Viðar Gíslason þjálfari Magna.
Páll Viðar Gíslason þjálfari Magna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Nýliðum Magna frá Grenivík er spáð 10. sæti í Inkasso-deildinni í sumar.

Kemur sú spá þjálfaranum Páli Viðari Gíslasyni á óvart? „Já og nei. Hefði samt ekkert komið á óvart að nýliðunum frá Grenivík yrði spáð falli," sagði Páll en hvert er markmiðið hjá Magna?

„Njóta hvers leiks í botn og ná eins miklu út úr honum við mögulega getum. Stefnum á að lenda í góðu sæti í deildinni."

Magnamenn fengu nokkra nýja leikmenn í sínar raðir í vetur en þar á meðal komu leikmenn sem hafa reynslu af Pepsi og Inkasso-deildinni.

„Mjög öflugir og flottir strákar hafa bæst í góðan leikmannahóp Magna. Falla vel inn í hópinn og ættu að gera aðra betri því samkeppnin um stöður hefur stóraukist."

Magni hefur ekki spilað í næstefstu deild síðan 1979. Rúmlega 300 íbúar eru á Grenivík og stemningin er mikil fyrir sumrinu þar.

„Það er mikil tilhlökkun og spenningur í Magnafólki og vitað er að það ætlar að njóta hvers einasta leiks í botn og standa þétt við bakið á liðinu í blíðu sem stríðu."

Inkasso-deildin hefst um þarnæstu helgi og Páll býst við hörkukeppni þar. „Mörg vel mönnuð og sterk lið sem munu reita hvert af öðru. Reikna samt með að ÍA og Víkingur Ó. séu ekki að misstíga sig mikið og Þór og HK gætu hangið í þeim. Önnur lið slást svo og berjast um að raða sér þar á eftir," sagði Páll að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner