Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 25. maí 2018 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um helgina - Blikar heimsækja meistarana
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski boltinn er í fullu fjöri þessa stundina og er aragrúi af leikjum á dagskrá um helgina.

Helgin fer af stað með viðureign Hauka gegn Víkingi Ólafsvík í Inkasso-deild karla um kvöldmatarleytið. ÍA tekur svo á móti Njarðvík 45 mínútum síðar.

Topplið Keflavíkur heimsækir Þrótt R. í Inkasso-deild kvenna. Keflvíkingar eru búnir að vinna fyrstu tvo deildarleiki tímabilsins og stefna á Pepsi-deildina.

Morgundagurinn hefst með leikjum í neðri deildum en stærsta viðureign dagsins er eflaust heimaleikur Þór gegn Fram í Inkasso-deild karla á Akureyri. Selfoss fær þá Magna í heimsókn.

Pepsi-deildin fer á fullt flug á sunnudaginn þar sem KR mætir KA í Vesturbænum og Íslandsmeistararnir í Val fá Breiðablik í heimsókn í stórleik að Hlíðarenda.

FH fær þá Þór/KA í heimsókn í Pepsi-deild kvenna. Íslandsmeistararnir frá Akureyri eru með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Hafnfirðingar eru með þrjú stig.

Föstudagur:
Inkasso deildin - 1. deild karla
18:30 Haukar-Víkingur Ó. (Ásvellir)
19:15 ÍA-Njarðvík (Norðurálsvöllurinn)

2. deild karla
19:15 Huginn-Höttur (Fellavöllur) - Frestað

3. deild karla
19:15 KH-KV (Valsvöllur)
20:00 Einherji-KF (Vopnafjarðarvöllur)

1. deild kvenna
19:15 Þróttur R.-Keflavík (Eimskipsvöllurinn)

2. deild kvenna
20:00 Grótta-Einherji (Vivaldivöllurinn)

4. deild karla - C-riðill
20:00 Afríka-Árborg (Leiknisvöllur)

Laugardagur:
Inkasso deildin - 1. deild karla
15:00 Selfoss-Magni (JÁVERK-völlurinn)
16:00 Þór-Fram (Þórsvöllur)

2. deild karla
13:30 Grótta-Leiknir F. (Vivaldivöllurinn)
14:00 Fjarðabyggð-Völsungur (Eskjuvöllur)
14:00 Tindastóll-Víðir (Sauðárkróksvöllur)

3. deild karla
14:00 Augnablik-Sindri (Fagrilundur)
14:00 Dalvík/Reynir-Ægir (Boginn)

4. deild karla - C-riðill
14:00 KFS-Álftanes (Týsvöllur)

4. deild karla - D-riðill
17:00 Kría-Kormákur/Hvöt (Vivaldivöllurinn)

Sunnudagur:
Pepsi-deild karla
16:00 Keflavík-ÍBV (Stöð 2 Sport - Nettóvöllurinn)
17:00 KR-KA (Alvogenvöllurinn)
17:00 Víkingur R.-Fjölnir (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-Grindavík (Samsung völlurinn)
20:00 Valur-Breiðablik (Stöð 2 Sport - Origo völlurinn)

Pepsi-deild kvenna
16:00 FH-Þór/KA (Kaplakrikavöllur)

2. deild karla
15:00 Vestri-Afturelding (Olísvöllurinn)

1. deild kvenna
14:00 Fjölnir-ÍA (Extra völlurinn)
14:00 ÍR-Sindri (Hertz völlurinn)
16:00 Hamrarnir-Fylkir (Boginn)
17:00 Haukar-Afturelding/Fram (Ásvellir)

2. deild kvenna
14:00 Tindastóll-Hvíti riddarinn (Sauðárkróksvöllur)

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner