Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 25. júní 2016 17:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-kvenna: Stjarnan endurheimti toppsætið
Harpa var að sjálfsögðu á skotskónum í dag
Harpa var að sjálfsögðu á skotskónum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Stjarnan 3 - 0 Valur
1-0 Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('23)
2-0 Ana Victoria Cate ('27)
3-0 Harpa Þorsteinsdóttir ('81)
Lestu nánar um leikinn

Stjarnan og Valur áttust við í lokaleik dagsins í Pepsi-deild kvenna, en með sigri gat Stjarnan endurheimt toppsætið sem Breiðablik vann sér inn í dag.

Stjarnan komst yfir með skrýtnu marki. Fyrirgjöf kom frá vinstri, Þórdís Hrönn skallar að marki Vals fyrir utan teig og Sandra í marki Vals virtist misreikna sig og hrasar og boltinn skoppar í netið. Ótrúlegt mark en það gildir jafn mikið og önnur og Stjörnustelpur því komnar yfir!

Stjörnustelpur bættu svo við marki aðeins fjórum mínútum síðar þegar Ana Victoria Cate skoraði eftir sendingu frá Donnu Kay Henry. Staðan því 2-0 fyrir Stjörnuna þegar liðin gengu til búningsklefa, mjög ákjósanleg staða þar.

Það var svo Harpa Þorsteinsdóttir sem kláraði leikinn endanlega fyrir Stjörnuna, 3-0. Markið kom eftir sendingu frá Donnu Kay Henry og hún því með tvær stoðsendingar í leiknum í dag.

Öruggur sigur Stjörnunnar því staðreynd í þessum mikilvæga leik. Stjarnan endurheimtir því toppsætið frá því fyrr í dag, en Valskonur eru í 4. sæti, fimm stigum á eftir Stjörnunni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner