Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 25. október 2016 21:04
Þorsteinn Haukur Harðarson
Ítalía: AC Milan steinlá
Milan missti af mikilvægum stigum í toppbaráttunni
Milan missti af mikilvægum stigum í toppbaráttunni
Mynd: Getty Images
Nokkuð óvænt úrslit litu dagsins ljós í ítalska boltanum í kvöld. Genoa vann þá þægilegan 3-0 sigur gegn AC Milan.

Nikola Ninkovic kom Genoa yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik og Milan missti svo mann af velli eftir tæpan klukkutíma þegar Gabriel Paletta var rekinn af velli með rautt spjald.

Vandræði AC Milan héldu áfram þegar Juraj Kucka skoraði sjálfsmark á 80. mínútu og Leonardo Pavoletti innsiglaði sigur Genoa sex mínútum síðar.

Með sigri hefði AC Milan farið tímabundið á toppinn en liðið er nú í 3. sæti með 19 stig. Genoa lyfti sér upp í sjöunda sætið með sigrinum en Juventus er enn á toppnum með 21 stig.

Genoa 3 - 0 Milan
1-0 Nikola Ninkovic ('11 )
2-0 Juraj Kucka ('80 ) sjálfsmark
3-0 Leonardo Pavoletti ('86 )

Rautt spjald:Gabriel Paletta, Milan ('57)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner