Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. desember 2014 17:00
Brynjar Ingi Erluson
Lið ársins í Frakklandi til þessa - Þrír frá Marseille
Dmitri Payet í leik með Marseille
Dmitri Payet í leik með Marseille
Mynd: Getty Images
Andre-PIerre Gignac
Andre-PIerre Gignac
Mynd: Getty Images
Alexandre Lacazette er markahæstur í deildinni
Alexandre Lacazette er markahæstur í deildinni
Mynd: Getty Images
Marco Verratti í leik með PSG
Marco Verratti í leik með PSG
Mynd: Getty Images
Paul-Georges Ntep
Paul-Georges Ntep
Mynd: Getty Images
Marcelo Bielsa, þjálfari Marseille
Marcelo Bielsa, þjálfari Marseille
Mynd: Getty Images
Franska deildin er komin í frí til 7. janúar og er þá við hæfi að birta lið tímabilsins í deildinni til þessa en Marseille situr á toppnum með 41 stig, tveimur stigum á undan næsta liði sem er Lyon.

Marseille er með þrjá leikmenn í liði tímabilsins til þessa en liðið hefur spilað frábæran fótbolta undir stjórn Marcelo Bielsa.

Lyon hefur þá einnig komið sér í gang á ný en liðið eignaði sér frönsku deildina milli 2001 og 2008. Liðið á fjóra fulltrúa í liðinu.

Lið tímabilsins til þessa í frönsku deildinni:

Anthony Lopes (Lyon)

Hann hefur verið besti markvörður frönsku deildarinnar til þessa. Góðar ákvarðanatökur og öryggi hans í háu boltunum auk þess sem viðbragðstækni hans er mögnuð.

Christophe Jallet (Lyon)

Hann kom til félagsins í sumar frá franska meistaraliðinu PSG og hefur verið stórkostlegur í bakverðinum. Hann er kominn með þrjár stoðsendingar og verið stöðugur í liði Lyon.

Loic Perrin (St. Etienne)

Fyrirliði St. Etienne hefur unnið flestar tæklingar í frönsku deildinni á þessu tímabili og hefur stýrt liðinu frábærlega.

Nicolas N'Koulou (Marseille)

Hann er hjartað í Marseille. Stýrir vörninni vel og er sterkur bæði líkamlega og með góða tækni. Hann passar fullkomlega inn í leikkerfi Marcelo Bielsa.

Maxwell (PSG)

Hann er kominn með eitt mark og þrjár stoðsendingar en frammistöður hans eru magnaðar leik eftir leik. Það er staðfest að hann er lykilmaður í liði PSG.

Marco Verratti (PSG)

Ítalski snillingurinn búinn að vera magnaður með PSG á þessu tímabili. Hann er bara með fjórar stoðsendingar en 90% sendingum hans hafa heppnast. Gríðarlega mikilvægur.

Morgan Sanson (Montpellier)

Hann stýrir liði Montpellier vel. Hann getur hlaupið endalaust og er aðalmaðurinn í liðinu en hann er kominn með tvö mörk og tvær stoðsendingar til þessa.

Paul-Georges Ntep (Rennes)

Sex mörk og þrjár stoðsendingar á Ntep. Hann hefur verið magnaður og skapað mörg marktækifæri. Einn af bestu vængmönnum deildarinnar.

Dmitri Payet (Marseille)

Hann hefur skapað flest færi á þessari leiktíð. Hann er búinn að vera hausinn í sóknarleik Marseille þar sem hann hefur skorað fimm mörk og lagt upp önnur átta.

Alexander Lacazette (Lyon)

Markahæsti leikmaður frönsku deildarinnar. Hann er kominn með 17 mörk í deildinni og hefur verið hreint út sagt stórkostlegur. Efast um að Lyon takist að halda honum mikið lengur hjá félaginu.

Andre-Pierre Gignac (Marseille)

12 mörk í frönsku deildinni á tímabilinu. Leikkerfi Bielsa hentar honum frábærlega og er búinn að vera magnaður. Frammistaða hans hefur skilað honum aftur í franska landsliðið.

Þjálfari tímabilsins:

Marcelo Bielsa (Marseille)

Marseille er í efsta sæti deildarinnar, tveimur stigum á undan næsta liði og leikkerfi hans hefur reynst magnað. Frábær árangur hjá þjálfaranum en það er þó enn seinni hluti móts eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner