Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. desember 2014 15:00
Alexander Freyr Tamimi
Yaya Toure gæti slegið met í Afríku
Yaya gæti orðið bestur í Afríku fjórða árið í röð.
Yaya gæti orðið bestur í Afríku fjórða árið í röð.
Mynd: Fótbolti.net
Yaya Toure, landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar, hefur verið tilnefndur sem besti leikmaður Afríku á árinu.

Auk þessa öfluga miðumanns Manchester City eru þeir Pierre-Emerick Aubameyang og Vincent Eneyama tilnefndir.

Toure varð sá annar í sögunni til að vinna þessi verðlaun þriðja árið í röð í janúar síðastliðnum, en Abedi Pele frá Gana afrekaði það frá árinu 1991.

Toure gæti sett met með því að vinna þessa nafnbót aftur, en hann var frábær á síðustu leiktíð með Manchester City.

Aubameyang átti fínt fyrsta tímabil með Borussia Dortmund á síðustu leiktíð, en þessi öskufljóti kantmaður skoraði 13 mörk í deildinni.

Eneyama er fyrirliði og markvörður Nígeríu og spilar með Lille í Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner