Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 26. febrúar 2017 17:17
Elvar Geir Magnússon
Spánn: Messi bjargaði Barcelona
Messi hetjan enn og aftur.
Messi hetjan enn og aftur.
Mynd: Getty Images
Það var stórleikur á Spáni í dag þegar Barcelona fór til Madrídar og tók öll stigin gegn Atletico.

Þrátt fyrir markalausan fyrri hálfleik var leikurinn fjörugur. Börsungar byrjuðu herfilega en heimamenn náðu ekki að nýta sér það.

Rafinha kom Barcelona yfir með skondnu marki en úrúgvæski varnarmaðurinn Diego Godin jafnaði með frábærum skalla eftir glæsilega sendingu frá Koke.

En enn og aftur var það Lionel Messi sem var hetja Barcelona en hann skoraði sigurmarkið á 86. mínútu. Luiz Suarez fann Messi í teignum og argentínski snillingurinn kom boltanum í netið.

Barcelona er komið á toppinn með tveimur stigum meira en Real Madrid sem á tvo leiki til góða. Real mætir Villarreal í kvöld. Atletico Madrid er í fjórða sæti.

Fyrr í dag vann Espanyol öruggan sigur gegn botnliði Osasuna. Espanyol er í áttunda sæti.

Atletico Madrid 1 - 2 Barcelona
0-1 Rafinha ('64 )
1-1 Diego Godin ('70 )
1-2 Lionel Messi ('86 )

Espanyol 3 - 0 Osasuna
1-0 Felipe Caicedo ('17 )
1-0 Felipe Caicedo ('29 , Misnotað víti)
2-0 Jose Manuel Jurado ('46 )
3-0 Gerard Moreno ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner