Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 26. apríl 2017 19:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Haukar framlengja við tvær rétt fyrir mót
Sæunn og Hildigunnur við undirskrift samninga. Þær eru klárar í Pepsi-deildina!
Sæunn og Hildigunnur við undirskrift samninga. Þær eru klárar í Pepsi-deildina!
Mynd: Knattspyrnudeild Hauka
Þær Hildigunnur Ólafsdóttir og Sæunn Björnsdóttir hafa skrifað undir samninga við knattspyrnudeild Hauka sem gilda til 31. desember 2018.

Hildigunnur, sem spilar jafnan á kantinum eða sem framherji, hefur leikið 70 leiki með meistaraflokki kvenna og skorað 29 mörk.

Hildigunnur er 24 ára gömul og er ein af reynsluboltum liðsins, en hún spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokki kvenna árið 2012.

Sæunn, sem spilar sem djúpur miðjumaður, er aðeins 15 ára, en hún spilaði alls 22 leiki með meistaraflokki kvenna sl. sumar er liðið tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni og skoraði eitt mark.

Sæunn vakti mikla athygli síðasta sumar enda fremur fáheyrt að þá 14 ára leikmenn spili lykil hlutverk í meistaraflokki.

„Knattspyrnudeild Hauka fagnar nýjum samningum við þær Hildigunni og Sæunni og bindur miklar vonir við þær í Pepsí deildinni í sumar," segir á heimasíðu Hauka.

Haukar eru nýliðar í Pepsi-deildinni, en liðið leikur sinn fyrsta leik þar annað kvöld gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner