Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. apríl 2018 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Jerome Boateng gæti misst af HM
Mynd: Getty Images
Bayern München fékk Real Madrid í heimsókn í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og tapaði 2-1 þrátt fyrir yfirburði.

Fyrri hálfleikurinn litaðist af meiðslum þar sem Arjen Robben fór fyrst meiddur af velli og svo miðvörðurinn öflugi Jerome Boateng.

Boateng hefur verið lykilmaður í liði Bayern og þýska landsliðsins undanfarin ár og verður frá út tímabilið hið minnsta.

Hann varð heimsmeistari fyrir fjórum árum og er talinn meðal bestu miðvarða heims. Nú óttast Þjóðverjar að hann verði ekki klár í slaginn fyrir HM í Rússlandi.

Nicklas Süle, samherji Boateng hjá Bayern, kemur sterklega til greina til að taka byrjunarliðssætið.
Athugasemdir
banner
banner
banner