Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. apríl 2018 10:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Mirror 
Leið Salah á stjörnuhimininn - Mögnuð saga
Ferðaðist tíu tíma á dag til að komast á æfingar
Salah með vinum sínum í Nagrig.
Salah með vinum sínum í Nagrig.
Mynd: Mirror
Í leik með Basel gegn Chelsea.
Í leik með Basel gegn Chelsea.
Mynd: Getty Images
Magnaður leikmaður og persónuleiki.
Magnaður leikmaður og persónuleiki.
Mynd: Getty Images
Mo Salah er einn allra besti fótboltamaður heims í dag en hann hefur verið stórkostlegur með Liverpool á þessu tímabili. Ensku blöðin fylla síðurnar með umfjöllun um þennan 25 ára egypska landsliðsmann og hvernig hann komst á toppinn.

Þegar hann var 14 ára var hann ákveðinn í að verða atvinnumaður í fótbolta. Hann ferðaðist tíu tíma á dag, fimm daga vikunnar, til að komast á æfingar hjá El Mokawloon í Kaíró, höfuðborg Egyptalands.

Salah bjó í litlu þorpi, Nagrig, og strax eftir æfingar þurfti hann að drífa sig til að ná rútunni heim. Drífa sig það mikið að hann hafði í raun ekki tíma til að eignast vini í liðinu. Rútan keyrði svo eftir illa förnum holóttum sveitavegum.

„Hann var mjög lágvaxinn og flestir strákarnir kölluðu hann Hadi eða sveitastrákinn þegar hann kom fyrst," segir Mohammed ­Radwan sem þjálfaði Salah hjá El Mokawloon.

Salah var strítt af skólafélögum sínum og hann var ekki mjög hátt skrifaður sem leikmaður í unglingaliði El Mokawloon en hann gafst ekki upp og hélt daglegum ferðum sínum til Kaíró áfram.

„Ég þurfti að fara snemma úr skólanum til að ferðast á æfingar, Ég vildi verða fótboltamaður en ef það hefði ekki gengið upp þá hefðu hlutirnir endað illa fyrir mig," segir Salah.

Faðir hans, Alah Ghali, hafði mikla trú á hæfileikum sonar síns og hvatti hann til að halda áfram að vinna í því að verða fótboltamaður. Af og til keyrði hann Salah til Kaíró og horfði á æfingarnar.

Þessi mikla vinna skilaði sér á endanum og útsendarar svissneska félagsins Basel fóru að beina augum sínum að Salah eftir frábæra frammistöðu hans með U23 liði Egyptalands á Ólympíuleikunum 2012.

Hany Ramsy, þjálfari Ólympíuliðs Egyptalands: „Hann var ákveðinn í að fara til Evrópu og ég sagði honum að ef hann myndi gera vel á Ólympíuleikunum myndi eitthvað jákvætt gerast. Það var sviðið fyrir Salah. Á mótinu fór allt að smella fyrir hann og á sama tíma færðist hann nær Allah. Ég er ekki hissa á að allt hafi farið vel fyrir hann þá."

Hjá Basel var Salah kominn í stærri sýningarglugga og Liverpool horfði til hans áður en Chelsea krækti í hann 2014. Hjá Stamford Bridge átti Salah í erfiðleikum með að fá leiktíma og eiginkona hans, Maggi, hvatti hann til að fara annað.

Salah var lánaður til Fiorentina á Ítalíu en Liverpool hélt áfram að fylgjast með honum. Eftir velgengni hjá Fiorentina fékk Roma hann til sín og keypti hann síðan alfarið. Hjá Roma skoraði hann 29 deildarmörk.

Michael Edwards, njósnari Liverpool, var ákveðinn að það væri réttur tími til að kaupa Egyptann og fékk Jurgen Klopp til að slá kaupmet félagsins þegar hann eyddi 38 milljónum punda í hann.

Söguna eftir það þekkja allir en Salah hefur verið óstöðvandi á tímabilinu. Framundan hjá honum er væntanlega úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu og þátttaka á HM með egypska landsliðinu.

Þegar Salah skoraði sigurmark gegn Kongó og tryggði Egyptalandi þátttökuseðil á HM bauð Mohammed Abbas, fyrrum eigandi eins stærsta félags Egyptalands, honum að fá glæsivillu. Svarið hjá Salah lýsir persónuleika hans vel. Hann bað um að peningurinn færi frekar í að bæta lífsgæði fólks í gamla heimaþorpinu sínu, Nagrig.
Athugasemdir
banner
banner
banner