Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. september 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Lagerback valdi ekki Ödegaard
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Getty Images
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Noregs, valdi ekki hinn átján ára gamla Martin Ödegaard í landsliðshópinn fyrir komandi leiki gegn San Marinó og Norður-Írlandi í undankeppni HM.

Ödegaard er í láni hjá Heerenveen frá Real Madrid og hann hefur byrjað vel í Hollandi.

Athygli vakti að Lagerback valdi Ödegaard ekki í landsliðshópinn í dag en leikmaðurinn verður í U21 árs landsliðshópnum í staðinn.

„Við eigum tvo leiki framundan þar sem við viljum hafa blöndu af mismunandi eiginleikum í hópnum," sagði Lagerback eftir að hann valdi hópinn.

„Þetta er hópurinn sem við teljum að sé bestur. U21 árs liðið á tvo góða leiki framundan gegn góðum andstæðingum og það er betra að hann fari í tvo 90 mínútna leiki þar."
Athugasemdir
banner
banner
banner