Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 27. maí 2016 22:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Ancelotti: Góð ákvörðun að reka Benitez
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti.
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, fyrrum þjálfari Chelsea og Real Madrid segir það hafa verið góða ákvörðun hjá Real að reka Rafael Benitez og ráða Zinedine Zidane í hans stað en Zidane hefur komið liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Benitez var rekinn í janúar eftir léleg úrslit en þar á meðal tapaði liðið 4-0 á móti Barcelona í El Clasico og virtust margar af stjörnum liðsins ekki vilja vinna með honum og þar á meðal Cristiano Ronaldo og Sergio Ramos.

Real náði að snúa genginu við undir stjórn Zidane en þeir náðu Barcelona í deildinni og komust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir að hafa slegið út Roma, Wolfsburg og Manchester City.

„Allir þjálfarar eru með þeirra hugmyndir um fótbolta og það getur virkað betur fyrir suma leikmenn en aðra."

„Kannski voru einhverjir leikmenn ánægðari með Benitez en Zidane og öfugt. Benitez lét þá spila fótbolta sem þeir eru ekki vanir."

„Félagið tók eftir því og skipti honum því út á réttum tíma. Þeir settu inn mann sem hefur verið hjá félaginu í langan tíma og leikmennirnir bera mikla virðingu fyrir honum," sagði Ancelotti.
Athugasemdir
banner