Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 27. maí 2016 20:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Heimsmeistararnir gætu misst af Ólympíuleikunum
Bandaríkjamenn fagna er liðið varð heimsmeistari.
Bandaríkjamenn fagna er liðið varð heimsmeistari.
Mynd: Getty Images
Lið Bandaríkjanna er heimsmeistari kvenna í fótbolta og hefur liðið hótað því að fara í verkfall vegna launamismunar og þar af leiðandi missa af Ólympíuleikunum í Ríó.

Liðið hefur nú leitað rétti sins til að fá grænt ljós á verkfallið en Ólympíuleikarnir hefjast eftir tvo mánuði.

Leikmenn liðsins eru ósáttir á muninum á greiðslum sem þær fá við hliðina á karlaliðinu.

Þær segja að þær fái í kringum hálfa milljón króna fyrir hvern landsleik sem þær spila á meðan karlaliðið fær allt upp í rúmar tvær milljónir fyrir hvern leik.

Kvennalið Bandaríkjanna er efst á sínum heimslista á meðan karlaliðið er í 29. sæti.
Athugasemdir
banner