Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 27. maí 2017 15:56
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-deildin: Víkingar jöfnuðu á síðustu sekúndu á Akureyri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA 2 - 2 Víkingur R.
1-0 Ásgeir Sigurgeirsson ('46)
2-0 Emil Lyng ('61)
2-1 Vladimir Tufegdzic ('77, víti)
2-2 Alex Freyr Hilmarsson ('93)
Rautt spjald: Bjarki Þór Viðarsson, KA ('76)

Nýliðar KA fengu Víkinga í heimsókn úr Fossvoginum í fyrsta leik dagsins í Pepsi-deild karla.

Víkingar voru betri í fyrri hálfleik en náðu ekki að skora og refsuðu heimamenn snemma í síðari hálfleik, þegar Ásgeir Sigurgeirsson komst inn í skelfilega sendingu Arnþórs Inga Kristinssonar og skoraði.

Heimamenn sóttu í sig veðrið eftir markið og náðu að tvöfalda forystuna eftir frábært samspil milli Emil Lyng og Elfars Árna Aðalsteinssonar.

Bjarki Þór Viðarsson kom inn á 72. mínútu en virtist bjarga með hendi á marklínunni nokkrum mínútum síðar og fékk rautt spjald fyrir. Vladimir Tufegdzic skoraði úr vítaspyrnunni og lífgaði þannig verulega upp á leikinn.

Víkingar reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn á lokakafla leiksins og það hafðist á lokasekúndum uppbótartímans, þegar Alex Freyr Hilmarsson kláraði með marki eftir laglega fyrirgjöf frá Dofra Snorrasyni.

KA er því með 8 stig eftir 5 umferðir og Víkingar eru með 4.
Athugasemdir
banner
banner