Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 27. júlí 2015 17:34
Elvar Geir Magnússon
Ibrahim Afellay í Stoke (Staðfest)
Afellay í leik með Schalke.
Afellay í leik með Schalke.
Mynd: Getty Images
Ibrahim Afellay, fyrrum vængmaður Barcelona, er orðinn leikmaður Stoke City. Enska félagið tilkynnti þetta áðan en hann skrifaði undir tveggja ára samning.

Afellay á 50 landsleiki að baki fyrir Hollandi, sex mörk og spilaði á HM 2010 og EM 2012.

Afellay hóf ferilinn með PSV Eindhoven í heimalandi sínu Hollandi, vann meistaratitilinn fjórum sinnum.

Hann lék 21 deildarleik fyrir Barcelona og átti lánsdvalir hjá Schalke og Olympiacos. Með Barcelona vann hann Meistaradeildina 2011.

Hann er áttundi leikmaðurinn sem Stoke fær til sín í sumar, áður höfðu Phillip Wollscheid, Jakob Haugaard, Joselu, Marco van Ginkel, Glen Johnson, Shay Given oh Moha mætt.

Í tilkynningu frá Stoke segir að það sé ekkert leyndarmál að samkeppni hafi verið um þjónustu leikmannsins en félagið sé í skýjunum með að hafa fengið hann.
Athugasemdir
banner
banner