Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
banner
   fim 27. júlí 2017 20:16
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Kristján: Hleypa þeim í sandkassann og þá leika þeir sér
ÍBV er komið í úrslitaleikinn
ÍBV er komið í úrslitaleikinn
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV var gríðarlega ánægður með sigur sinna manna á Stjörnunni í kvöld en þetta var undanúrslitaleikur í Borgunarbikar karla.

„Tilfinningin er hrikalega góð. Það er geggjað að hafa tryggt liðinu sæti í úrslitum í bikar. Það gefur okkur gríðarlega mikið," sagði Kristján.

Þetta er annað árið í röð þar sem ÍBV leikur til úrslita um bikarinn en í fyrra tapaði liðið gegn Val.

„Við ræddum það að liðið fór í úrslitaleikinn í fyrra og kláraði ekki þann leik og að sjálfsögðu var sett upp smá fókus þá að klára þetta núna."

Kaj Leo í Bartalsstovu var frábær í leiknum og átti þátt í báðum mörkum ÍBV.

„Það þarf stundum að setja þessa gæja í skammarkrókinn og svo þegar maður hleypur þeim út í sandkassann, þá leika þeir sér."

ÍBV mætir Stjörnunni aftur strax á sunnudag.

„Það er búið að þvinga okkur í leik gegn þeim aftur á sunnudag. Við þurfum að ná upp sömu stemmningu og láta þetta hjálpa okkur. Við þurfum á stigum að halda í deildinni, við megum ekki gleyma því."

Kristján þekki það ágætlega að stýra liðum í úrslitaleik bikarsins. Hann er spenntur yfir því að takast á við það aftur.

„Þetta er góð leið. Þetta eru rosalega skemmtilegir leikir og úrslitadagurinn er alveg hreint svakalega skemmtilegur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner