Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. ágúst 2014 15:30
Elvar Geir Magnússon
Stjarnan verður með vængbrotna vörn gegn KR
Vemmelund verður í banni vegna uppsafnaðra áminninga og Jóhann Laxdal tekur ekki þátt vegna meiðsla.
Vemmelund verður í banni vegna uppsafnaðra áminninga og Jóhann Laxdal tekur ekki þátt vegna meiðsla.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Stjörnumenn eru í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru tveimur stigum á eftir FH þegar liðin eiga sex leiki eftir. KR er síðan fjórum stigum á eftir Garðabæjarliðinu.

Næsta umferð í deildinni verður leikin á sunnudag en FH fær þá Fjölni í heimsókn á meðan KR og Stjarnarn mætast í stórleik umferðarinnar.

Það verður púsluspil fyrir Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara Stjörnunnar, að stilla upp liðinu fyrir leikinn og þá sérstaklega varnarlínunni.

Í 2-2 jafnteflinu gegn Breiðabliki á sunnudag fékk Martin Rauschenberg að líta rauða spjaldið og verður því í banni í leiknum gegn KR. Niclas Vemmelund sem leikið hefur í hægri bakverðinum fékk gult í leiknum og verður einnig í banni vegna uppsafnaðra áminninga. Líklegt er að hann hefði komið inn í hjarta varnarinnar í stað Rauschenberg.

Þá fór Jóhann Laxdal meiddur af velli í leiknum og spilar líklega ekki meira á tímabilinu. Stjarnan verður því með vængbrotna vörn á sunnudag. Breiddin varnarlega minnkaði þegar miðvörðurinn ungi og efnilegi Aron Heiðdal var lánaður í Keflavík og spennandi að sjá hver muni spila við hlið Daníels Laxdal gegn KR.

Fótbolti.net giskar á: að Hörður Árnason vinstri bakvörður muni spila við hlið Daníels Laxdal í miðverðinum, Pablo Punyed færist af miðju í vinstri bakvörð og Snorri Páll Blöndal verði notaður sem hægri bakvörður.
Athugasemdir
banner
banner
banner