Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   þri 28. mars 2017 21:51
Elvar Geir Magnússon
Dublin, Írlandi
Hörður Björgvin: Gaman að geta veitt Gylfa smá samkeppni
Icelandair
Hörður sér glufuna.
Hörður sér glufuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er mjög ánægður með hvernig við unnum þennan leik, liðsheildin hjá okkur er svo sterk," segir Hörður Björgvin Magnússon sem í kvöld skoraði sitt fyrsta landsliðsmark þegar hann tryggði Íslandi sigur gegn Írum með aukaspyrnumarki.

Lestu um leikinn: Írland 0 -  1 Ísland

„Ég sá glufu þarna og markvörðurinn þeirra sá varla boltann. Þegar maður stóð yfir boltanum sá maður hann inni. Ég æfi stundum aukaspyrnur aukalega eftir æfingar hjá Bristol og það var sætt að skora svona, hvað þá þegar þjálfarinn er að horfa á mann."

Hörður hefur verið á bekknum að undanförnu hjá Bristol City en knattspyrnustjóri félagsins fylgdist með leiknum í kvöld.

„Ég fékk sms frá honum, vonandi gefur þetta manni eitthvað og maður fær vonandi að spila."

Gylfi Þór Sigurðsson, aukaspyrnusérfræðingur íslenska liðsins, var ekki með í kvöld og því fékk Hörður að spreyta sig.

„Maður hefur lært af þessum mönnum hvernig spyrnutæknin er, þar á meðal hjá Gylfa. Það er gaman að veita honum smá samkeppni," sagði Hörður léttur.

Þó Hörður sé ánægður með markið fagnaði hann því ekki mikið á vellinum sjálfum eftir að hafa skorað. „Ég var ekki búinn að undirbúa neitt fagn. Ég tók bara fyrsta mann sem ég sá, hann var fljótur að mér."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner