Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. mars 2017 20:37
Þorsteinn Haukur Harðarson
Ísland vann Írland í fyrsta sinn
Icelandair
Hörður Björgvin skorar sigurmarkið í kvöld.
Hörður Björgvin skorar sigurmarkið í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Írland 0-1 Ísland
1-0 Hörður Björgvin Magnússon (´20)

Íslenska lagði Írland 1-0 þegar liðin mættust í vináttulandsleik ytra í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Íslands gegn Írlandi.

Íslenska liðið byrjaði af þónokkrum krafti í Dublin í kvöld og mátti strax sjá að reynsluminni menn voru staðráðnir í að nýta tækifæri sitt með A-landsliðinu. Strákarnir voru betri en Írar án þess þó að skapa sér mörg dauðafæri.

Fyrsta og raunar eina mark fyrri hálfleiksins kom svo á 20. mínútu leiksins. Íslenska liðið fékk þá aukaspyrnu fyrir utan teig, Hörður Björgvin Magnússon skaut að marki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark, beint úr aukaspyrnunni. Eftir markið færðist nokkur ró yfir leikinn og staðan 1-0 í hálfleik.

Það verður seint sagt að seinni hálfleikurinn fari í sögubækurnar fyrir skemmtun en þrátt fyrir að heimamenn í írska liðinu væru að spila betur en í fyrri hálfleik gekk þeim afar illa að ógna forystu íslenska liðsins að neinu ráði.

Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hélt áfram að gefa leikmönnum tækifæri í seinni hálfleiknum og óhætt að segja að allir leikmenn liðsins hafi komist nokkuð vel frá sínu.

Lokatölur í leiknum urðu 1-0, Íslandi í vil, og fyrsti sigur okkar gegn Írlandi staðreynd.
Athugasemdir
banner
banner