Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. apríl 2017 21:12
Dagur Lárusson
Bikarinn: Selfoss með stórsigur - Fram sló HK út
Elvar Ingi Vignisson skoraði fyrir Selfyssinga gegn Kormáki/Hvöt í kvöld.
Elvar Ingi Vignisson skoraði fyrir Selfyssinga gegn Kormáki/Hvöt í kvöld.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Í kvöld fóru fram tveir leikir í Bikarkeppi karla. Selfoss tók á móti Kormák/Hvöt á meðan að HK bauð Fram í heimsókn.

Það voru Selfyssingar sem að byrjuðu mun betur heldur en Kormákur/Hvöt og skoruðu þrjú mörk á fyrst 7. mínútum leiksins. Þar voru að verki Elvar Ingi Vignisson á 4. mínútu, Alfi Lacelle á 5. mínútu og James Mack á 7. mínútu.

Það liðu síðan um það bil 20.mín áður en næsta mark leit dagsins ljós en þar var aftur að verki Alfi Lacalle. James Mack skoraði síðan sitt annað mark nokkrum mínútum fyrir leikslok, staðan því 5-0 í hálfleik.

Selfyssingar voru ekki lengi að byrja að skora aftur í seinni hálfleiknum en á 49. mínútu skoraði Ivan Martinez. Alfi Lacalle náði síðan þrennunni á 57. mínútu.

Það var síðan á 73.mínútu leiksins þar sem að Selfyssingar skoruðu sitt áttunda og jafnframt síðasta mark. Öruggur sigur Selfyssinga því staðreynd og komast þeir því áfram í næstu umferð.

HK og Fram mættust Í Kórnum og stóðu leikar jafnir fyrsta hálftímann. Það voru hinsvegar Frammarar sem að komust yfir á 38. mínútu og þar var að verki Sigurpáll Melgberg Pálsson.
Það voru ekki fleiri mörk skoruð í þessum leik og þess vegna voru það Frammarar sem að komust áfram í næstu umferð.

Selfoss 3 - 0 Kormákur/Hvöt
1-0 Elvar Ingi Vignisson ('4)
2-0 Alfi Lacalle ('5)
3-0 James Mack (7')
4-0 Alfi Lacalle (30')
5-0 James Mack (39')
6-0 Ivan Martinez Gutierrez (49')
7-0 Alfi Lacalle (57')
8-0 Alfi Lacalle (73')

HK 0 - 1 Fram
0-1 Sigurpáll Melberg Pálsson (38')
Smelltu hér til að lesa nánar leikinn
Athugasemdir
banner
banner