Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. maí 2016 06:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Hazard: Veit ég átti ekki gott tímabil - Verð betrii á EM
Edin Hazard.
Edin Hazard.
Mynd: Getty Images
Edin Hazard viðurkennir að hann hafi ekki átt sitt besta tímabil en ætlar sér að sýna sitt rétta andlit á EM.

Hann verður fyrirliðið belgíska liðsins þar sem Vincent Kompany missir af mótinu sökum meiðsla.

Þrátt fyrir að hafa verið án marks í deildinni þangað til í apríl, er Belginn brattur fyrir EM.

„Það vita allir hvernig leiktíð ég átti. Það þarf ekki að tala um það meira, ég veit ég átti ekki gott tímabil.

„Ég var að glíma við meiðlsi og það hjálpaði ekki til. Ég kláraði leiktíðina hins vegar vel og ég mun verða mun betri á EM," sagði Hazard.
Athugasemdir
banner
banner
banner