Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 28. júlí 2014 08:30
Daníel Freyr Jónsson
Mourinho ánægður með frammistöðuna gegn Olimpia
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Chelsea, var afar ánægður með leik liðsins gegn Olimpia Ljublijana í gær.

Liðin mættust þar í æfingaleik og höfðu þeir bláklæddu 2-1 sigur. Nýju mennirnir Diego Costa og Kurt Zouma skoruðu mörk Chelsea.

,,Það mikilvæga var að leikmennirnir fengu samkeppni. Það besta var að Olimpia gerðu okkur erfitt fyrir," sagði Mourinho.

,,Það var einnig gott að allir komust heilir og höldnu í gegnum leikinn. Augljóslega var líka mjög gott fyrir Costa að skora í sínum fyrsta leik."

Chelsea hefur styrkt sig gríðarlega í sumar, en Mourinho býst við harðri samkeppni í ensku deildinni í vetur.

,,Öll lið eru orðin betri, ekki bara við. Enska deildin er sú eina þar sem fimm lið eru kandídatar. Okkur finnst sem að við verðum mjög sterkir og við viljum berjast um titilinn, það er engin spurning."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner