Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 28. júlí 2016 17:56
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Fyrsti sigur KFS á tímabilinu
Tryggvi raðar inn mörkunum þrátt fyrir að vera kominn yfir fertugt. Alvöru kempa.
Tryggvi raðar inn mörkunum þrátt fyrir að vera kominn yfir fertugt. Alvöru kempa.
Mynd: Eyjafréttir
KFS 4 - 0 Vængir Júpiters
1-0 Tryggvi Guðmundsson ('20)
2-0 Gauti Þorvarðarson ('50)
3-0 Ásgeir Elíasson ('83)
4-0 Jóhann Ingi Þórðarson ('90)

KFS var aðeins með eitt stig eftir tíu leiki þegar liðið tók á móti Vængjum Júpiters í 3. deildinni í dag.

Tryggvi Guðmundsson kom KFS yfir í fyrri hálfleik en þessi 42 ára gamli markarefur er nú búinn að gera þrjú mörk í sex leikjum í 3. deildinni.

Gauti Þorvarðarson tvöfaldaði forystu KFS snemma í síðari hálfleik og svo var það Ásgeir Elíasson sem innsiglaði sigurinn á lokamínútunum.

KFS er sem fyrr á botninum, þremur stigum á eftir KFR og fimm stigum frá Dalvík/Reyni í öruggu sæti. Vængirnir eru um miðja deild með sextán stig.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner