Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   mán 28. september 2015 09:11
Magnús Már Einarsson
Klopp vill stjórna leikmannakaupum Liverpool
Powerade
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan er allt það helsta úr ensku slúðurblöðunum í dag.



Jurgen Klopp mun einungis íhuga að taka við Liverpool ef hann fær alfarið að stjórna kaupum og sölum á leikmönnum. Sérstök nefnd hjá félaginu eftir ýmislegt að segja um félagaskipti í dag. (Mail)

Sunderland er að íhuga að fá Patrick Vieira til að taka við liðinu af Dick Advocaat. Vieira stýrir í dag unglingastarfinu hjá Manchester City. (Mirror)

Manchester City vill fá Thiago Alcantara miðjumann FC Bayern. (Star)

Manuel Pellegrini, stjóri Manchester City, rauk út af fréttamannafundi eftir tapið gegn Tottenham um helgina. (Times)

Framtíð Jonathan Walters, framherja Stoke, er í óvissu en hann verður samningslaus næsta sumar. (Telegraph)

Tottenham ætlar að bjóða 345 þúsund pund í Armend Aslani, 17 ára sóknarmann hjá Bröndby. (Mail)

Tim Krul, markvörður Newcastle, segir að leikmenn liðsins hafi rifist eftir leikinn gegn Sheffield Wednesday í enska deildabikarnum í síðustu viku. (Mirror)

Chelsea og Manchester United vilja fá Tahith Chong, 15 ára kantmann Feyenoord. (Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner