Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 28. október 2016 06:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Fylkir fær fjóra unga leikmenn til sín
Framtíðin er björt hjá Fylki.
Framtíðin er björt hjá Fylki.
Mynd: Fylkir
Kvennalið Fylkis ætlar sér stóra hluti í Pepsi-deildinni á næsta ári en þær eru búnar að fá fjóra nýja leikmenn til sín.

Berglind Rós Ágústsdóttir, Tinna Björk Birgisdóttir, Ísold Kristín Rúnarsdóttir og Stella Þóra Jóhannesdóttiren þær eiga það allar sameiginlegt að vera ungar og efnilegar en þær eiga allar landsleiki fyrir yngri landslið.

Ísold og Berglind koma frá Val, Stella kemur frá Fjölni og Tinna kemur frá Aftureldingu.

Brigita Morkute, markmaður fædd 2001, skrifaði svo undir þriggja ára samning við félagið en hún er uppalinn í Árbænum.

„Ég er rosalega ánægður með þessa leikmenn sem eru að koma til okkar. Við erum á fullri ferð að vinna í að efla og stækka leikmannahópinn. Vonandi náum við að tilkynna fleiri góðar fréttir á næstu dögum Við viljum bjóða upp á eins góða þjónustu fyrir leikmenn og hægt er, hér er allt til staðar," segir Jón Aðalsteinn Kristjánsson þjálfari kvennaliðs Fylkis.
Athugasemdir
banner
banner