Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 29. mars 2015 22:00
Alexander Freyr Tamimi
Zidane: Ég myndi þiggja að taka við Real Madrid
Zidane gæti tekið við aðalliði Real Madrid.
Zidane gæti tekið við aðalliði Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane hefur í fyrsta skipti viðurkennt að hann myndi taka við þjálfarastarfi Real Madrid ef honum væri boðin staðan.

Þessi 42 ára gamli Frakki stýrir varaliði Real Madrid en hefur verið orðaður við starfið hjá aðalliðinu. Þykir þjálfarinn Carlo Ancelotti vera valtur í sessi.

,,Ef mér yrði boðið þjálfarastarfið hjá Real myndi ég klárlega þiggja það," sagði Zidane við Canal Plus.

,,En þjálfarinn sem stýrir liðinu núna er að standa sig mjög vel. Ég er ennþá að læra. Maður er aldrei alveg tilbúinn í þetta starf, en jafnvel þó maður sé það ekki segir maður já."

,,Ég hef lært mikið af Carlo og hann veit hvað mér finnst um hann. Hann er hinn fullkomni þjálfari fyrir Madrid, óháð því sem fólk segir."

Athugasemdir
banner
banner