Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   þri 29. mars 2016 20:50
Magnús Már Einarsson
Skrifar frá Aþenu
Jón Daði: Ætlaði að leggja hann í hornið
Borgun
Jón Daði í leiknum í kvöld.
Jón Daði í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var smá basl í byrjun en það var frábært fyrir sjálfstraust liðsins að komast aftur á sigurbraut," sagði Jón Daði Böðvarsson við Fótbolta.net eftir 3-2 sigurinn á Grikkjum í kvöld.

„Maður fann það allan tímann að við erum með betra lið. Við fórum inn í síðari hálfleikinn að pressa þá meira og það gekk upp. Við skorum þrjú mörk og vinnum leikinn."

Lestu um leikinn: Grikkland 2 -  3 Ísland

Jón Daði byrjaði frammi í kvöld með félaga sínum frá Selfossi, Viðari Erni Kjartanssyni.

„Það var ótrúlega gaman að spila með honum. Við höfum ekki gert það síðan 2012 á Selfossi."

Jón Daði fékk dauðafæri til að skora í síðari hálfleiknum en hann hitti boltann ekki eftir að Theodór Elmar Bjarnason átti fyrirgjöf.

„Þetta var hræðilega lélegt. Ég hafði miklu meiri tíma en ég hélt og ætlaði að leggja hann í hornið. Ég hitti hann svo ekki. Stundum á maður svona daga, þar sem maður nær ekki að setja boltann í netið. Maður þarf að gleyma því bara og koma sterkari til baka."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner