Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. mars 2017 11:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Brasilía fyrsta liðið til að tryggja sér sæti á HM
Neymar var á skotskónum.
Neymar var á skotskónum.
Mynd: Getty Images
Brasilía 3-0 Paragvæ
1-0 Philippe Coutinho ('34)
2-0 Neymar ('64)
3-0 Marcelo ('85)

Brasilíska landsliðið í knattspyrnu karla var í nótt fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í lokakeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi 2018. Gestgjafar Rússlands eiga að sjálfsögðu öruggt sæti í keppninni en Brasilía var fyrsta liðið til að tryggja sæti sitt í gegnum undankeppni.

Brasilía mætti Paragvæ þar sem úr varð öruggur 3-0 sigur heimamanna. Philippe Coutinho skoraði eina mark fyrri hálfleiks eftir frábært spil Brasilíumanna.

Staðan var svo 2-0 eftir 64 mínútur þegar Neymar átti frábæran sprett upp hægri kantinn og skoraði. Marcelo gulltryggði síðan þægilegan sigur Brasilíumanna undir lok leiks þegar hann vippaði boltanum snyrtilega yfir markmann Paragvæ.

Brasilía er búin að fara nokkuð auðveldlega í gegnum undankeppnina í Suður-Ameríku, búnir að vinna 10 af 14 leikjum sínum og eru með 9 stiga forystu á næsta lið sem er Kólumbía.

Athugasemdir
banner
banner