Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. apríl 2016 07:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 7. sæti
Hetti er spáð sjöunda sæti.
Hetti er spáð sjöunda sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Alexander Már spilaði með KF í fyrra og var markakóngur deildarinnar ásamt því að vera valinn efnilegastur.
Alexander Már spilaði með KF í fyrra og var markakóngur deildarinnar ásamt því að vera valinn efnilegastur.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Runólfur Sveinn Sigmundsson.
Runólfur Sveinn Sigmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ? 
2. ? 
3. ? 
4. ? 
5. ? 
6. ? 
7. Höttur 116 stig
8. Völsungur 100 stig
9. Sindri 81 stig
10. Njarðvík 70 stig
11. Ægir 60 stig
12. KF 45 stig  

7. Höttur
Lokastaða í fyrra:
 5. sæti í 2. deild 

Þjálfarinn:  Gunnlaugur Guðjónsson tók við Hetti um mitt 2014. Gunnlaugur þjálfaði Hött frá 2005 til 2006 og fór með liðið upp í 2.deild á sínum tíma. Hann tók sér þá frí frá þjálfun meistaraflokks eftir árið 2006 og var meðal annars þjálfari í yngri flokkum sem og í stjórn Hattar.

Styrkleikar:  Sóknarleikurinn var til vandræða lengi framan af á Egilsstöðum í fyrra en með tilkomu Alexanders Más Þorlákssonar og Jordan Tyler ætti það að breytast. Þeir drógu vagninn frammi hjá KF í fyrra og Alexander varð markakóngur í 2. deildinni. Hattarmenn eru með hávaxana leikmenn sem geta valdið usla í föstum leikatriðum. Liðið fékk einungis 26 mörk á sig í fyrra, hélt sex sinnum hreinu, og vörnin var ein af þeim betri í deildinni.

Veikleikar: Byrjun Hattar í fyrra var slök og liðið var í basli lengi framan af. Lykilmenn eru að koma inn í liðið nú stuttu fyrir mót og það gæti tekið tíma að slípa liðið saman. Stöðugleikinn var lítill framan af síðasta tímabili og það var ekki fyrr en undir lokin sem Höttur fór að ná að tengja saman nokkra sigurleiki. Heimavöllurinn gaf færri stig en útivöllurinn í fyrra og það er eitthvað sem þarf að breytast.

Lykilmenn: Alexander Már Þorláksson, Jordan Farahani, Jordan Tyler.

Komnir:
Alexander Már Þorláksson frá Fram
Jordan Tyler frá KF
Jökull Steinn Ólafsson frá Fram
Sindri Geirsson frá Þrótti

Farnir:
Aron Gauti Magnússon í Fjarðabyggð
Jovan Kujundzic í Víking R.
Óttar Guðlaugsson í Selfoss

Fyrstu leikir Hattar
7. maí Höttur – Njarðvík
14. maí Vestri – Höttur
20. maí Höttur - KF
Athugasemdir
banner
banner