Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. júní 2016 15:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Leeds búið að kaupa framherja Kalmar (Staðfest)
Marcus Antonsson er himinlifandi með að vera kominn til Leeds.
Marcus Antonsson er himinlifandi með að vera kominn til Leeds.
Mynd: Heimasíða Leeds
Leeds United hefur gengið frá kaupum á Marcus Antonsson, framherja Kalmar.

Antonsson er 25 ára gamall Svíi sem var kominn með 10 mörk í 12 leikjum í sænsku úrvalsdeildinni en hún fór í frí vegna EM í Frakklandi.

Hann er fyrsti leikmaðurinn sem Garry Monk fær til sín sem þjálfari Leeds en hann tók við fyrr í sumar.

Svíinn hefur alls skorað 22 mörk í 40 leikjum fyrir Kalmar en hann spilaði þar á undan með Halmstads.
Athugasemdir
banner
banner