Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 29. júlí 2015 17:05
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið KA og Vals: Fjórar breytingar hjá Val
Nýr danskur miðjumaður Vals á bekknum
Haukur Páll kemur aftur í byrjunarlið Vals eftir meiðsli.
Haukur Páll kemur aftur í byrjunarlið Vals eftir meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 18:00 verður flautað til leiks á Akureyrarvelli þar sem KA og Valur eigast við í undanúrslitum Borgunarbikarsins. KA er í 5. sæti 1. deildar en Valur er í 3. sæti Pepsi-deildarinnar.

Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum

KA teflir fram sama byrjunarliði og vann 2-1 sigur gegn Fjarðabyggð í 1. deildinni í síðustu umferð.

Það eru margar breytingar á liði Vals frá 0-1 tapinu gegn Val í Pepsi-deildinni í síðustu umferð. Thomas Guldborg Ghristensen, Iain Williamson, Haukur Páll Sigurðsson og Patrick Pedersen koma allir inn í byrjunarliðið. Pedersen var í banni gegn Víkingi.

Úr byrjunarliðinu fara Einar Karl Ingvarsson, Baldvin Sturluson, Gunnar Gunnarsson og Tómas Óli Garðarsson. Mathias Schlie, nýr danskur miðjumaður Vals, byrjar á bekknum.

Byrjunarlið KA:
23. Srdjan Rajkovic (m)
3. Callum Williams
7. Ævar Ingi Jóhannesson
8. Halldór Hermann Jónsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
11. Jóhann Helgason
16. Davíð Rúnar Bjarnason
19. Benjamin James Everson
21. Ívar Örn Árnason
22. Hrannar Björn Steingrímsson
25. Archange Nkumu

Byrjunarlið Vals:
1. Ingvar Þór Kale (m)
2. Thomas Guldborg Ghristensen
3. Iain James Williamson
7. Haukur Páll Sigurðsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Andri Fannar Stefánsson
Athugasemdir
banner