Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 29. september 2014 10:20
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Mata til Valencia?
Powerade
Juan Mata er orðaður við sitt gamla félag Valencia.
Juan Mata er orðaður við sitt gamla félag Valencia.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan er allt helsta slúðrið úr enska boltanum í dag.



Eden Hazard (23) hefur útilokað að fara frá Chelsea til PSG. (Daily Mail)

Valencia vill fá Juan Mata (26) á láni frá Manchester United í janúar með möguleika á að kaupa hann á 30 milljónir punda. Mata lék með Valencia á sínum tíma. (Daily Star)

Emmanuel Riviere (24) hafnaði Stoke til að ganga í raðir Newcastle í sumar. (The Times)

Aston Villa, Sunderland og Southampton ætla að berjast um Ashley Young (29) kantmann Manchester United. (Daily Express)

Alan Pardew, stjóri Newcastle, vill gera nýjan samning við miðjumanninn Cheick Tiote. (Daily Mirror)

Ryan Bertrand (25) vonast til að losna alfarið frá Chelsea í janúar en hann er í láni hjá Southampton. Það er níundi lánssamningur hans á ferlinum. (Daily Mirror)

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, sleppti því að taka frí í gær og mætti þess í stað á æfingasvæðið til að skoða Daniel Sturridge (25) fyrir leikinn gegn Basel í Meistaradeildinni. (Daily Mail)

Alan Irvine, stjóri WBA, telur að Saido Berahino eigi að vera í enska landsliðshópnum í komandi verkefnum gegn San Marinó og Eistlandi. (Birmingam Mail)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur ákveðið að láta leikmenn sína æfa hornspyrnur aukalega. Arsenal fékk 15 hornspyrnur gegn Tottenham um helgina en náði einungis að skapa eitt færi. (Daily Express)

Neil Warnock, stjóri Crystal Palace, hefur hrósað Jason Puncheon fyrir frammistöðu sína en þeir rifust opinberlega á síðasta tímabili áður en Warnock tók við. (The Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner