Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   þri 29. september 2015 21:44
Elvar Geir Magnússon
Arsene Wenger: Mark Alfreðs vendipunkturinn
Alfreð fagnar sigurmarki sínu.
Alfreð fagnar sigurmarki sínu.
Mynd: EPA
Arsenal fer hræðilega af stað í Meistaradeild Evrópu en liðið hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum, fyrst gegn Dinamo Zagreb og svo í kvöld gegn Olympiakos þar sem Alfreð Finnbogason skoraði sigurmarkið.

Arsene Wenger útskýrir tapið í kvöld á þá leið að um óheppni og einbeitingarleysi hafi verið að ræða.

„Það er auðvitað enn möguleiki á að komast áfram en það er erfitt að kyngja því að tapa leik á þennan hátt. Við töpuðum vegna einbeitingarleysis varnarlega og óheppni. Þeir áttu fjögur skot á markið og við fengum þrjú mörk á okkur," segir Wenger.

„Vendipunkturinn var þegar staðan var 2-2, við vorum nýbúnir að jafna og þeir skora strax á eftir. Ef það hefði haldist 2-2 í fimm mínútur hefðum við á endanum unnið."

David Ospina var í marki Arsenal í kvöld meðan Petr Cech var hvíldur á bekknum. Ospina gerði herfileg mistök í öðru marki Olympiakos.

„Markvörður getur gert mistök sem útskýrir ekki af hverju við töpuðum leiknum. Þetta gerðist líka fyrir Petr Cech á þessu tímabili," segir Wenger og er þar að meina tapleik Arsenal gegn West Ham.
Athugasemdir
banner
banner