Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. júní 2015 12:30
Elvar Geir Magnússon
Gervinho fór fram á að fá einkaströnd og þyrlu
Gervinho er fyrrum leikmaður Arsenal.
Gervinho er fyrrum leikmaður Arsenal.
Mynd: Getty Images
Nú hefur komið í ljós af hverju viðræður Gervinho við Al-Jazira í arabísku furstadæmunum sigldu í strand.

Roma er tilbúið að selja sóknarmanninn og Al-Jazira vildi kaupa.

Félagið hefur hinsvegar hætt við eftir að Gervinho setti fram mjög óraunhæfar kröfur.

Gervinho vildi fá einkaströnd, þyrlu, hús fyrir alla fjölskyldu sína og ótakmarkað magn af flugmiðum til Fílabeinsstrandarinnar.

Framtíð þessa 28 ára leikmanns er því enn í óvissu.
Athugasemdir
banner
banner
banner