Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
banner
   þri 30. júní 2015 22:04
Arnar Ingi Ingason
Samsung vellinum
Guðrún Jóna: Drullufúlt að tapa
Guðrún Jóna var ekki sátt með niðurstöðuna í kvöld.
Guðrún Jóna var ekki sátt með niðurstöðuna í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Það er drullufúlt að tapa. Við komum hérna til að ná okkur í stig en það gekk ekki. Við náðum þó að skora mark og það hlýtur að teljast gott,“ sagði Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, þjálfari kvennaliðs Þróttar í samtali við Fótbolta.net.

Þróttur lá fyrir Íslandsmeisturum Stjörnunnar 5-1 á Samsung-vellinum í kvöld en Þróttur, sem hafði ekki skorað mark í fyrstu sex leikjum liðsins fyrir leik, tókst loksins að skora í kvöld.

„Ég var ánægð með færafjöldan í þessum leik. Við áttum drullumörg færi og þær áttu líka mörg færi þannig ég held að þetta hafi verið opinn og skemmtilegur leikur.“

„Mér fannst við ekki eiga skilið að fá á okkur þennan fjölda af mörkum í dag. Stjarnan er bara hörkugott lið og þetta var mjög erfiður leikur en ég hugsa að hann hafi verið mjög skemmtilegur fyrir áhorfendur. Þetta var mjög opinn leikur.“

„Íslandsmeistararnir voru góðar og erfiðar en við gáfum þeim alla vega hörkuleik í dag.“
Athugasemdir
banner
banner