Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. júní 2016 22:52
Hafliði Breiðfjörð
Evrópudeildin: Bröndby fór illa með Val á Hlíðarenda
Einar Karl skoraði mark Vals.
Einar Karl skoraði mark Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Danska liðið Bröndby lék Valsmenn grátt í Evrópudeild UEFA í kvöld þegar liðin mættust á Valsvelli á Hlíðarenda.

Bröndby komst í 0-4 í leiknum og kláraði þar með nánast áframhaldandi veru sína í keppninni þetta árið.

Valur skoraði reyndar sárabótarmark í blálokin en Einar Karl Ingvarsson skoraði það og í kjölfarið var flautað til leiksloka.

Valur 1 - 4 Bröndby
0-1 Kamil Wilczek ('47)
0-2 Kamil Wilczek ('54)
0-3 Teemu Pukki ('61)
0-4 Christian Jakobsen ('79)
1-4 Einar Karl Ingvarsson ('93)
Athugasemdir
banner
banner