Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 30. júní 2016 17:01
Þorsteinn Haukur Harðarson
Townsend á leið í læknisskoðun hjá Crystal Palace
Mynd: Getty Images
Enska félagið Crystal Palace hefur boðið 13 milljónir punda í Andros Townsend, leikmann Newcastle. Hann er nú á leið til London þar sem hann mun undirgangast læknisskoðun.

Townsend gekk til liðs við Newcaste frá Tottenham í janúar og þrátt fyrir fína frammistöðu tókst honum ekki að hjálpa liðinu að forða sér frá falli.

Hann var með klásúlu í samningi sínum sem sagði að hann mætti fara fyrir 13 milljónir. punda.

Hann mun fara í læknisskoðunina í kvöld og skrifa í kjölfarið undir fimm ára samning.

Townsend er 24 ára gamall Englendingur og hefur hann spilað 11 landsleiki fyrir England. Hann var þó ekki valinn í lokahóp liðsins fyrir EM.
Athugasemdir
banner
banner
banner