Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 30. september 2014 12:30
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið vikunnar í enska - Costa og Pelle fremstir
Diego Costa heldur áfram að blómstra.
Diego Costa heldur áfram að blómstra.
Mynd: Getty Images
Diego Costa heldur áfram á beinu brautinni í ensku úrvalsdeildinni. Hann smellpassar inn í leikstíl Chelsea sem trónir á toppi deildarinnar. Hér að neðan má sjá úrvalslið vikunnar í öllu sínu veldi en Goal.com valdi.



Hugo Lloris er í markinu eftir flotta frammistöðu gegn Arsenal. Eftirminnilegust er varsla hans eftir skalla Per Mertesacker.

Cesar Azpilicueta heldur áfram að vera sem klettur í vörn Chelsea en liðið hélt hreinu gegn Aston Villa og vann 3-0. Younes Kaboul, fyrirliði Tottenham, var flottur í 1-1 jafnteflinu gegn Arsenal. Phil Jagielka mun seint gleyma leiknum gegn Liverpool en hann skoraði sannkallað "jagerbomb" í uppbótartíma og jafnaði leikinn fyrir Everton.

Southampton vann 2-1 sigur gegn QPR og komst í annað sæti deildarinnar. Ryan Bertrand braut ísinn fyrir heimamenn. Jordan Henderson heldur áfram að skína í búningi Liverpool og var sannkallaður vinnuþjarkur á laugardag.

Graham Dorrans var arkitektinn bak við 4-0 sigur West Brom gegn Burnley. Skoraði eitt og lagði upp tvö ásamt því að eiga 94% heppnaðar sendingar. Willian er einnig í liðinu eftir flotta frammistöðu gegn Aston Villa.

Saido Berahino er spennandi leikmaður og skoraði í tvígang fyrir West Brom í sigrinum gegn Burnley. Hann veitir Diego Costa og Graziano Pelle félagsskap í sóknarleik úrvalsliðsins. Pelle sem Southampton keypti frá Feyenoord í sumar skoraði fjórða deildarmark sitt á tímabilinu og það gull af marki!

Sjá einnig:
Fyrri úrvalslið í enska boltanum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner