Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
banner
   fös 30. september 2016 18:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri Þórðar: Þetta var óíþróttamannsleg framkoma
Það urðu smá læti í hálfleik
Það urðu smá læti í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stjarnan er með betra lið og ég vil byrja á því að óska þeim til hamingju með titilinn, þetta er verðskuldað hjá þeim og þær eru með frábært lið. En mér fannst fyrri hálfleikur bara nokkuð solid hjá okkur, mér fannst þær ekki fá mikið af færum og mér fannst við ekki í neinum sérstökum vandræðum," sagði Orri Þórðarson, þjálfari FH-inga eftir 4-0 tap gegn Stjörnunni í dag.

Orri var ósáttur með fyrsta mark Stjörnunnar og sagði það vera óíþróttamannslegt. Hann lét Katrínu Ásbjörnsdóttur, markaskorara Stjörnunnar, heyra það þegar dómarinn flautaði til hálfleiks.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 FH

„Við fáum á okkur þetta mark undir lok fyrri hálfleiks sem ég verð að segja að var óíþróttamannslegt mark. Það er samstuð, dómarinn stöðvar leikinn, það er dómarakast, við byrjum með mann út af og þær sparka boltanum upp við okkar hornfána, setja pressu og upp úr því skora þær. Stjarnan er með það gott lið að þær þurfa ekki á svona að halda. Þetta var óíþróttamannsleg framkoma."

„Ég var bara að láta Katrínu Ásbjörns vita af minni skoðun af þessu, þetta var fáranlegt," sagði Orri um það sem gerðist í hálfleik, en honum segist sama um hvað svör hún gaf. „Mér er skítsama um það, en þegar svona dómarakast er út á miðjum vellinum þá eiga menn að spila á hlutlaust svæði. Við hefðum getað sparkað boltanum til þeirra ef það hefði verið málið. Þetta var ekki góð framkoma."

FH-ingar enda um miðja deild og Orri segist sáttur með tímabilið í heild sinni.

„Ég er rosalega ánægður með stelpurnar, við erum með langyngsta liðið þannig að þetta lið áf framtíðina fyrir sér. Við fórum inn í þetta mót með ungt lið, auðvitað gat brugðið til beggja vona, en við vildum keyra á þessum stelpum og gefa þeim tækifæri og þær hafa svo sannarlega staðið undir okkar trausti í sumar og staðið sig virkilega vel."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner