Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 30. október 2014 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Navas hótar lögsókn gegn ríkisstarfsmönnum í Kosta Ríka
Keylor Navas var keyptur til Real Madrid eftir magnaða frammistöðu á HM. Hann var einnig valinn besti markvörður spænsku efstu deildarinnar á síðasta tímabili.
Keylor Navas var keyptur til Real Madrid eftir magnaða frammistöðu á HM. Hann var einnig valinn besti markvörður spænsku efstu deildarinnar á síðasta tímabili.
Mynd: Getty Images
Keylor Navas, markvörður Real Madrid, hefur hótað lögsókn gegn ríkisstarfsmönnum í Kosta Ríka sem skoðuðu læst skjöl um hann og fjölskyldu hans.

24 starfsmenn dómsmálaráðuneytisins í Kosta Ríka eru undir rannsókn vegna málsins. Ekki er ljóst hvað starfsmennirnir vildu gera með upplýsingarnar en Francisco Segura, yfirmaður ráðuneytisins, segir þessa hegðun óafsakanlega.

Navas var hetja Kosta Ríka á HM og átti stóran þátt í að koma liðinu í 8-liða úrslit mótsins. Landsliðið komst upp úr gífurlega erfiðum riðli sem innihélt Ítalíu, England og Úrúgvæ og vann svo Grikkland í vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitunum.

,,Ég er brjálaður. Það hefur verið ráðist inn í einkalíf mitt og fjölskyldu minnar," sagði Navas.

,,Ég hef beðið lögmenn mína í Kosta Ríka um að hefja lögsókn gegn þeim seku."
Athugasemdir
banner
banner