Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. nóvember 2015 15:59
Elvar Geir Magnússon
Áfall fyrir Arsenal - Án lykilmanna gegn Olympiakos
Alexis Sanchez fer meiddur af velli.
Alexis Sanchez fer meiddur af velli.
Mynd: Getty Images
Arsenal leikur gríðarlega mikilvægan leik gegn Olympiakos í Aþenu í næstu viku. Um er að ræða leik í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Ef gríska liðið forðast tap kemst liðið í 16-liða úrslitin. Hjá Arsenal gæti sigur ekki verið nóg. Ef liðið vinnur 1-0 eða 2-1 fara Grikkirnir áfram á betri árangri innbyrðis. Arsenal þarf því að vinna 2-0, 3-1, 4-2 eða stærra til að fara áfram. 3-2 sigur hjá Arsenal dugar enska liðinu líka þar sem það hefur betri markatölu.

Mirror greinir frá því að Alexis Sanchez og Santi Cazorla verði báðir fjarri góðu gamni í leiknum. Sanchez fór meiddur af velli í 1-1 leiknum gegn Norwich en hann er að glíma við meiðsli aftan í læri. Cazorla meiddist á hné í sama leik.

Það eru þó líka góðar fréttir fyrir Arsenal en Laurent Koscielny, sem er að glíma við meiðsli á mjöðm, ætti að snúa aftur til æfinga í vikunni. Meiðsli hans eru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu.

Þá ættu Theo Walcott og Alex Oxlade-Chamberlain að vera klárir í slaginn fyrir leikinn sem verður 9. desember.
Athugasemdir
banner
banner