Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 31. mars 2015 20:39
Elvar Geir Magnússon
Einkunnir Íslands í Eistlandi: Haukur og Rúrik bestir
Icelandair
Rúrik Gíslason skoraði mark Íslands.
Rúrik Gíslason skoraði mark Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland og Eistland gerðu 1-1 jafntefli ytra í æfingaleik í dag en Ísland náði ekki góðu flæði í spilamennsku sinni í leiknum. Hér að neðan má sjá einkunnir leikmanna íslenska liðsins fyrir leikinn.

Ögmundur Kristinsson 6
Stóð fyrir sínu og ekki hægt að kenna honum um neitt.

Haukur Heiðar Hauksson 7
Lét finna vel fyrir sér í hægri bakverðinum.

Hallgrímur Jónasson 5
Samstarf varnarinnar virkaði á köflum nokkuð ryðgað. Sérstaklega í marki Eista.

Jón Guðni Fjóluson 5
Miðvörðurinn hæfileikaríki náði ekki að stimpla sig nægilega vel inn.

Hörður Björgvin Magnússon 6
Skilaði sínu starfi ágætlega og spennandi að fylgjast með hans þróun.

Rúrik Gíslason 7
Hefur staðið sig vel í undanförnum landsleikjum sem hann hefur spilað og er skiljanlega svekktur að hafa ekki fengið að spila í Kasakstan. Skoraði í dag og átti að fá víti.

Guðlaugur Victor Pálsson 6
Tók fyrri hálfleikinn og greinilega ákveðinn í að láta að sér kveða.

Emil Hallfreðsson 5
Emil stóð sig alls ekki illa í dag en mistökin í marki Eista draga hann niður.

Jón Daði Böðvarsson 6
Lék á kantinum að þessu sinni og skilaði sínu fínt.

Viðar Örn Kjartansson 4
Náði því miður ekki að koma sér í takt við leikinn.

Alfreð Finnbogason 5
Átti að fá víti í fyrri hálfleik en var annars ekki mjög áberandi.

Varamenn:
Jóhann Berg Guðmundsson 6
Ari Freyr Skúlason 6
Ragnar Sigurðsson 5
Ólafur Ingi Skúlason 5
Rúnar Már Sigurjónsson 5
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner