Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fös 17. september 2021 14:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hrikalega stoltur af Víkingum að hafa náð að landa svona stórum bita"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var til viðtals í kjölfar fréttamannafundar hjá Víkingi í dag. Víkingur tilkynnti um komu Arnórs Borg Guðjohnsen til félagsins og þá verður Kári Árnason yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan

„Mér líst mjög vel á þetta. Í fyrsta lagi varðandi Kára að hann skuli vera áfram innan félagsins og taka slaginn með okkur áfram. Það er mikil reynsla þarna, mikill karakter og mikill Víkingur. Kári mun klárlega hjálpa okkur," sagði Arnar.

„Arnór Borg er leikmaður sem við höfum haft augastað á lengi. Mér finnst hann bæði frábær leikmaður og hann á líka mikla bætingu inni. Það er okkar og hans að ná því besta út úr honum. Ég held að hann geti orðið hinn fullkomni leikmaður, teknískur, fjótur og sterkur. Við þurfum einhvern veginn að ná mörkum og stoðsendingum úr honum og þá verður hann flottur."

„Hann er hugrakkur á boltann, þorir að gera mistök og fer ekki í felur, það er alveg gulls ígildi í þessum heimi."


Arnar hefur ekki áhyggjur af tölfræði Arnórs en mikið hefur verið talað um leikmanninn en sem sóknarmaður hefur hann ekki skorað mikið af mörkum frá komu sinni til Íslands.

Arnar var spurður út í baráttuna við FH og Breiðablik sem einnig höfðu áhuga á Arnóri. „Þegar svona bitar koma á markaðinn þá eru öll bestu liðin á eftir honum, það er engin spurning. Ég er hrikalega stoltur af Víkingum að hafa náð að landa svona stórum bita. Það er mikil viðurkenning fyrir okkar starf að hann skuli treysta okkur fyrir sinni framþróun sem leikmaður."

„Hann lítur bara út eins og íþróttamaður og þar af leiðandi lítur hann út eins og Víkingur."

Er hann með þessa Guðjohnsen hæfileika? „Já, klárlega. Hann er með fótboltagenin og hefur svolítið verið undir radarnum af því hann var kannski ekki beint þessi barnastjarna sem allir í ættinni hafa verið. Stundum er það eiginlega betra," sagði Arnar.

Arnar ræðir meira um nýja starf Kára og svo leikinn gegn KR á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner