Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
   sun 18. ágúst 2019 20:45
Kristófer Jónsson
Ólafur Ingi: Eðlilegt að verða reiður þegar stappað er á andliti manns
Ólafur Ingi var svekktur með tapið.
Ólafur Ingi var svekktur með tapið.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ólafur Ingi Skúlason, fyrirliði Fylkis, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap gegn FH í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Sigurmark FH kom á 90.mínútu leiksins.

„Að sjálfsögðu er þetta svekkjandi. Mér fannst við ekki eiga þetta skilið. Við vorum klaufar að falla of mikið niður þegar að við erum 1-0 yfir og fáum 1-1 markið á okkur. Síðan fáum við séns til að komast í 2-1 en nýtum það ekki og á móti liði eins og FH verður þú að nýta þína sénsa." sagði Ólafur Ingi eftir leikinn.

Lestu um leikinn: FH 2 -  1 Fylkir

Það myndaðist mikill hiti undir lok leiksins þegar að Morten Beck Guldsmed steig á andlit Ólafs Inga og fékk Daninn rautt spjald fyrir vikið.

„Ég varð frekar reiður því að leikmaður FH (Morten Beck) steig á andlitið á mér og það eru kannski bara eðlileg viðbrögð. Hann uppskar rautt og ég gult fyrir læti." sagði Ólafur Ingi um atvikið.

Eins og hefur ekki farið framhjá neinum knattspyrnuáhugamanni er deildin rosalega jöfn en Fylkismenn sitja í 8.sæti, fjórum stigum frá falli og sex stigum frá Evrópusæti.

„Við vissum það fyrir leikinn að það væru bara úrslitaleikir eftir og við þurfum á stigum að halda. Við ætluðum að taka þrjú stig í dag en því miður förum við héðan með núll stig þannig að við þurfum bara að einbeita okkur af næsta leik." sagði Ólafur Ingi að lokum.

Nánar er rætt við Ólaf Inga í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner