Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   sun 21. júlí 2019 22:33
Þórir Karlsson
Nonni: Fáum á okkur mjög klaufaleg mörk
Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram
Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram
Mynd: Fótbolti.net
Fram og Keflavík mættust í Inkasso deildinni í kvöld. Leiknum lauk með langþráðum 1-2 sigri Keflvíkinga. Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram mætti í viðtal eftir leik og hafði eftirfarandi að segja:

“Alltaf súrt að tapa og sérstaklega á heimavelli. Keflvíkingarnir mættu öflugir til leiks og voru erfiðir í dag, en við náðum bara ekki að leysa það, við vorum mikið með boltann en náðum ekki að opna þá mikið. Þeir voru duglegir til baka, margir á bakvið boltann og okkur gekk illa að komast í færi og síðan sóttu þeir hratt með löngum boltum og settu okkur í vandræði þar nokkrum sinnum. En við náttúrulega klaufar, fáum á okkur mjög klaufalega mörk, það er það sem skilur að í lokin.”

Framarar hafa nú tapað tveimur leikjum í röð og eru sex stigum frá öðru sætinu. Þegar Nonni var spurður hvort það væri áhyggjuefni sagði hann:
“Nei það er ekkert áhyggjuefni, það er bara áfram gakk í þessu. Það eru níu leikir eftir og fullt af stigum í boði og þau verða að koma í hús ef þú ætlar að gera eitthvað. En það er engin pressa á að fara upp, auðvitað langar okkur að fara upp bara eins og öllum sem eru í þeirri stöðu að sjá kannski einhvern smá möguleika á því og við munum bara halda áfram og sjá hvað við náum mörgum stigum út úr þessum níu leikjum sem eru eftir. Svo eins og ég hef sagt áður er það stigataflan 21.september sem að skiptir máli í þessu.”

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner