Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. mars 2012 12:08
Magnús Már Einarsson
Skúli Jón á leið til Noregs í viðræður - Gæti spilað um helgina
Skúli Jón Friðgeirsson, leikmaður KR, heldur í dag til Noregs þar sem hann mun skoða aðstæður hjá Sogndal og fara í samningaviðræður við félagið. Sogndal gerði tilboð í Skúla fyrir helgi sem KR svaraði með gagntilboði en norska félagið hefur nú samþykkt það.

,,Ég er á leiðinni út að skoða þetta," sagði Skúli þegar Fótbolti.net heyrði í honum í dag en þá var hann á leiðinni á Keflavíkurflugvöll.

,,Ég er ekki búinn að sjá neinn samning ennþá þannig að það er voða erfitt að segja til um þetta. Ég ætla að fara og skoða aðstæður og sjá hvað þeir eru að bjóða."

,,Félagið er í efstu deild og virðist vera með ágætis lið. Að því leytinu til er þetta spennandi."

Ef að Skúli semur við Sogndal gæti hann spilað sinn fyrsta leik gegn Hönefoss á sunnudag.

,,Ef ég sem við þá er möguleiki á að ég komi ekkert heim og spili fyrsta leik um helgina. Þetta fer bara eftir því hvernig viðræðurnar fara. Þetta er bara flugmiði aðra leið eins og staðan er núna," sagði Skúli léttur í bragði að lokum.

Sogndal sigraði Odd Grenland 4-0 í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi en á meðal leikmanna liðsins eru Tore Andre Flo fyrrum leikmaður Chelsea og Eirik Bakke fyrrum leikmaður Leeds.
Athugasemdir
banner
banner
banner